Rannsókn á erfðum verkja

Sársaukanæmi og sársaukaþol

Rannsókn á erfðum verkja  – Sársaukanæmi og sársaukaþol

Viltu vita hvernig sársaukanæmi þitt er miðað við aðra?

Sársaukanæmi er mjög einstaklingsbundið. Sumir fá verki af minna tilefni en almennt gerist, aðrir hafa óvenju lítið sársaukanæmi. Sama gildir um sársaukaþol.

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfslækna á erfðum verkja leitar þátttakenda í rannsókn sem kannar sársaukanæmi og sársaukaþol.

Í rannsókninni er einstaklingum boðið að svara spurningalista um sársaukanæmi og mæta svo í stutta og einfalda sársaukaþolsmælingu.

Þú færð niðurstöðu um sársaukanæmi þitt í samanburði við yfir 5 þúsund aðra Íslendinga sem hafa svarað spurningalistanum.

Dæmi um endurgjöf til þátttakenda varðandi sársaukanæmi.
Dæmi um endurgjöf til<br />
 þátttakanda.