Jafnlaunastefna

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna (ÞR) skuldbindur sig til að greiða laun eftir umfangi og eðli starfa, óháð kyni. Forsendur launaákvarðana skulu rökstuddar og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Mannauðsstjóri ÍE ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og er það á hans ábyrgð að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunamála.

Til þess að ná settum markmiðum mun ÞR:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, skjalfesta það og viðhalda með því að sinna stöðugu eftirliti með því.
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem á kerfisbundinn hátt eru borin saman jafnverðmæt störf með það að markmiði að kanna hvort um sé að ræða mun á launum eftir kyni.
  • Bregðast við óútskýrðum kynbundnum launamun ef hann kemur fram í launagreiningu með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri og ytri úttektir með reglulegum hætti og halda árlega stjórnendarýni á jafnlaunakerfi fyrirtækisins.
  • Gera reglulegt mat á hlítingu gagnvart lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og hafa áhrif á jafnlaunakerfi fyrirtækisins.
  • Kynna starfsfólki jafnlaunastefnuna og hafa hana aðgengilega á innri og ytir vef fyrirtækisins.