STARFSMENN

Hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna starfar samstilltur hópur að söfnun á heilsufarsupplýsingum og blóðsýnum í umboði ábyrgðaraðila rannsókna. Sameiginlegt markmið starfsfólks ÞR er að veita þátttakendum í rannsóknum bestu hugsanlega þjónustu og aðstoð. Hópurinn samanstendur af hjúkrunarfræðingum, lífeindafræðingum, læknum, sjúkraliðum, geislafræðingum, riturum, verkfræðingi, tæknimanni, sálfræðingum og aðstoðarfólki.

Þjónustumiðstöðinni er stýrt af stjórn sem skipuð er til 2ja ára í senn. Í stjórninni sitja 3 fulltrúar sem eru:

Þórir Haraldsson, hdl., formaður stjórnar
Guðmundur Þorgeirsson, Dr.med., meðstjórnandi
Unnur Þorsteinsdóttir, Phd., meðstjórnandi