Af hverju var haft samband við mig?
Það hefur verið haft samband við þig þar sem:
- Þú hefur verið valin/n í úrtak fyrir samanburðarhóp
- Þú hefur greinst með þann sjúkdóm eða þau einkenni sem eru til rannsóknar
- eða þú ert ættingi einhvers sem þegar hefur tekið þátt í rannsókn
Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna sér um að biðja viðkomandi að taka þátt í rannsóknunum í umboði meðferðar- og ábyrgðaraðila, auk þess að taka blóðsýni og safna heilsufarslegum upplýsingum. Jafnframt er leitað heimildar þátttakenda til þess að hafa samband við aðstandendur þegar þess er þörf.