UPPLÝST SAMÞYKKI

Allir þátttakendur í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar skrifa undir upplýst samþykki áður en þeir gefa lífsýni og/eða svara spurningalistum um heilsufar. Tilgangur upplýsts samþykkis er að tryggja að þátttakendum sé gerð grein fyrir markmiðum og ferli rannsóknarinnar og hugsanlegri áhættu sem gæti falist í þátttöku. Einnig er þátttakendum bent á að þeir geti hvenær sem er dregið samþykki sitt til baka.

Smelltu hér að neðan til að skoða upplýsingar og upplýst samþykki fyrir varðveislu lífsýna í Lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar

Upplýsingar um lífsýnasafn Íslenskrar erfðagreiningar

Samþykkisyfirlýsing fyrir þátttöku í lífsýnasafni