UM OKKUR

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna felst meðal annars í:

  • skipulagningu á klínskum hluta erfðafræðirannsókna,
  • að senda kynningarbréf til væntanlegra þátttakenda,
  • símtölum og viðtölum við þátttakendur,
  • að senda gögn eins og spurningalista til þátttakenda,
  • móttöku þátttakenda og blóðtöku,
  • frágangi sýna og gagna til rannsókna,
  • heimsóknum í heimahús og á stofnanir.

Þjónustumiðstöðinni er stýrt af stjórn sem skipuð er til 2ja ára í senn. Í stjórninni sitja 3 fulltrúar sem eru:

Þórir Haraldsson hdl., formaður stjórnar
Guðmundur Þorgeirsson, dr. med, meðstjórnandi
Unnur Þorsteinsdóttir, Phd., meðstjórnandi

Forstöðumaður ÞR er Ingibjörg Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún er ráðin af stjórn og sér um daglegan rekstur miðstöðvarinnar.