Notandaskilmálar

Eftirfarandi er almenn lýsing á þeim notkunarskilmálum sem gilda um vefsetur Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna.

HÖFUNDARRÉTTUR
Allt efni vefjarins (þar með talið en ekki einskorðað við ritað mál, myndir, greinar, tákn, samantekt og hönnun) eru höfundarréttarvarin eign Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna. Efni af vef Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna má ekki afrita eða dreifa í ábataskyni.

Sé efni fengið af vef Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefnar skal það vera óstytt, í upprunalegu samhengi og meðfylgjandi skal vera eftirfarandi tilkynning á áberandi stað: “Copyright © 1996-2014 Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna. Allur réttur áskilinn.”

Vakni spurningar um þessa skilmála eða hafi notendur áhuga á leyfi til birtingar er hægt að nálgast frekari upplýsingar í síma 520-2800, eða senda fyrirspurn til Þjónustumiðstöðvarinnar ([email protected]).

NOTKUNARSKRÁNING
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna safnar ekki upplýsingum um gesti þessa vefseturs nema þegar þær eru nauðsynlegar til þess að uppfylla óskir, sem sérstaklega er farið fram á, líkt og þegar menn gerast áskrifendur að póstlistum.

SÖFNUN PERSÓNUGREINANLEGRA UPPLÝSINGA
Komið getur fyrir að við óskum tiltekinna upplýsinga um notandann, svo sem nafns, netfangs, nafns fyrirtækis eða síma. Það er algerlega á valdi notandans hvort hann gefur þessar upplýsingar, en þær kunna að vera notaðar til þess að klæðskerasníða vefinn að þörfum notandans eða til þess að verða við óskum hans. Almennt er þó vefurinn þannig gerður að engar upplýsingar þarf að gefa upp.

SÖFNUN LÉNSUPPLÝSINGA
Upplýsingum um lén notenda er haldið saman til þess að hafa yfirsýn yfir heimsóknir á vefinn. Þessar upplýsingar eru lýðfræðilegar í eðli sínu en ekki persónulegar, en þær gera okkur kleift að hafa betri hugmynd um notendur vefjarins, þarfir þeirra, hvaða hlutar vefjarins eru mest lesnir og þar fram eftir götum. Þær eru notaðar til þess að bæta efni vefsins þar sem þess er helst þörf. Þessum upplýsingum er safnað sjálfkrafa og þarf notandinn ekki að hafa neina hönd í bagga þar um.

KÖKUNOTKUN
Á sumum síðum vefsins eru notaðar svokallaðar “kökur” (e. cookies), en það eru smáar skrár, sem vefsetrið vistar á hörðum diski notandans til þess að halda utan um fyrri heimsóknir og annað slíkt. Ekki er hægt að nota kökur til þess að lesa önnur gögn af harða disknum. Flestir vafrar leyfa notandanum að hafa hemil á kökum, geta látið hann vita af þeim þegar þær eru í boði og látið notandanum eftir hvort vista skuli þær eða ekki. Vilji notandinn ekki veita kökum viðtöku kann virkni sumra síðna að minnka og ef til vill er ekki hægt að nálgast allar sömu upplýsingar og ella. Oftast á það þó engin áhrif að hafa á notkun vefjarins.

UPPLÝSINGAGJÖF TIL ANNARRA
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna mun ekki undir nokkrum kringumstæðum láta þriðja aðila í té upplýsingar um notendur, nema þeir biðji sjálfir sérstaklega um það.

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna áskilur sér rétt til þess að breyta eða uppfæra þessa yfirlýsingu fyrirvaralaust.