Heilsurannsókn Íslenskrar erfðagreiningar

Heilsurannsókn Íslenskrar erfðagreiningar: Rannsókn á langvinnum áhrifum COVID-19

Markmið rannsóknarinnar er að meta langvinn áhrif COVID-19 á heilsu og líðan. Í eftirfarandi spurningalista er spurt um almennt heilsufar, lífsstíl og lífsgæði. Nánari spurningar um langvinn einkenni tengd COVID-19 verða lagðar fyrir í heimsókn þinni til Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna.

Það er mikilvægt að sem flestir þátttakendur í rannsókninni svari þessum spurningalista, einnig þeir sem hafa ekki fengið COVID-19. Vinsamlega svaraðu samkvæmt bestu getu. Þér er frjálst að sleppa því að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild.

Frekari upplýsingar um Heilsurannsóknina má sjá á www.heilsurannsokn.is

Vinsamlega svaraðu samkvæmt bestu getu. Þér er frjálst að sleppa því að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild.

Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál samkvæmt reglum Persónuverndar.

Ef þú þarfnast aðstoðar eða vilt gera athugasemdir við spurningalistann veitir starfsfólk rannsóknarinnar í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna nánari upplýsingar í síma 520-2800.