Heilsurannsókn Íslenskrar erfðagreiningar
Í heilsurannsókn Íslenskrar erfðagreiningar eru rannsökuð tengsl erfða-, umhverfis og heilsu. Þátttakendur fá valdar niðurstöður úr eigin mælingum og stuðla um leið að aukinni þekkingu á orsökum sjúkdóma.
Frekari upplýsingar um Heilsurannsóknina má sjá á www.heilsurannsokn.is.
Vinsamlega svaraðu samkvæmt bestu getu. Þér er frjálst að sleppa því að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild.
Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál samkvæmt reglum Persónuverndar.
Ef þú þarfnast aðstoðar eða vilt gera athugasemdir við spurningalistann veitir starfsfólk rannsóknarinnar í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna nánari upplýsingar í síma 520-2800.