Fótsporastefna ÞR

Fótsporastefna

Hvað eru fótspor?
Fótspor eru smáar textaskrár sem búnar eru til og sendar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefþjónustu. Textaskrá er geymd á vefvafra og vefurinn þekkir skrána. Þannig er hægt að senda tilteknar upplýsingar í vafra notanda og auðvelda honum þannig aðgengi að ýmsum aðgerðum vefjarins.
Notkun fótspora
Vefsíður Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna (ÞR) vinna með ólíkar tegundir af fótsporum á vefsíðum sínum. Fótspor sem kallast setukökur (e. session cookies) eyðast almennt þegar notandi fer af vefsíðu. Viðvarandi fótspor vistast hins vegar á tölvu notanda eða tæki og muna aðgerðir og hvað notandi valdi á vefsíðum.
Vefsíður ÞR nota bæði fyrstu aðila og þriðju aðila fótspor.
Fyrstu aðila fótspor senda eingöngu upplýsingar til ÞR. Þriðju aðila fótspor eru tilkomnar vegna þjónustu sem ÞR notar s.s. Google Analytics og Clicky og senda þær upplýsingar til vefsvæðis í eigu þriðja aðila.
ÞR notar fótspor (e. cookies) til þess að bæta upplifun og öryggi notenda á vefsíðum fyrirtækisins.
ÞR notar ekki fótspor og safnar aldrei persónuupplýsingum til markaðs­setningar eða til auglýsinga en þriðju aðilar kunna að gera það.

Tegundir fótspora

Fótspor sem eru notuð á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan getur þú lesið um hvern þeirra og samþykkt öll fótspor eða valið þau fótspor sem þú vilt samþykkja og jafnvel hafna síðar. Til viðbótar getur þú séð lista yfir fótspor í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar um hvert fótspor í hverjum flokki.

Powered By WebToffee