Samþykkisyfirlýsing 12-17 ára barna fyrir þátttöku í vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila

Faraldsfræði SARS-CoV-2 veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19 sjúkdóminn sem hún veldur

Kæri viðtakandi

Okkur langar til að kynna fyrir þér rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2 veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19 sjúkdóminn sem hún veldur.

Hvað er COVID-19?

Veira sem nefnist SARS-CoV-2 veldur COVID-19 sjúkdómnum sem hefur valdið miklu tjóni undanfarið. Sem betur fer eru fá börn sem smitast af þessari veiru og flest þeirra verða ekki alvarlega veik.

Markmið rannsóknarinnar

Markmið rannsóknarinnar er finna út hve margir smitast af SARS-CoV-2 veirunni og hverjir veikjast. Við viljum líka reyna að skilja hvers vegna sumir verða mikið veikir en aðrir lítið og hvort erfðaþættir og ónæmissvar eða aðrir sjúkdómar sem fólk hefur hafi áhrif á það hve alvarlegan COVID-19 sjúkdóm fólk fær.

Af hverju er verið að gera svona rannsókn?

COVID-19 faraldurinn hefur geisað um alla heim meðal annars hér á Íslandi. Nokkur fjöldi íslenskra barna hefur fengið COVID-19. Stundum eru einkennin væg en stundum geta þau verið alvarleg. Okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu langar að skilja sjúkdóminn betur. Þess vegna erum við að kynna þessa rannsókn fyrir þeim sem hafa smitast af þessari veiru.-

Hvað felst í þátttökunni

  • Samþykki fyrirþátttöku frá þér og foreldri þínu eða forráðamanni
  • Leyfa starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna að taka blóðsýni (eða strok úr kinn) til að einangra úr því erfðaefni (DNA).

Það er betra að þú ráðfærir þig við foreldra þína um það hvort þú viljir taka þátt í rannsókninni.

Ef þið komist að þeirri niðurstöðu að þú viljir ekki taka þátt, þá er það allt í lagi.

Ef þú vilt vera með í ransókninni þarftu að skrifa nafnið þitt í efstu línuna hér fyrir neðan þegar þú mætir í rannsókina í Turninn á Smáratorgi 3 í Kópavogi með foreldri þínu eða forráðamanni.

 

 

__________________________________________
Hér staðfesti ég með undirskrift minni að ég ætla að taka þátt í rannsókninni. 

________________
dags.

 

______________________________________
Undirskrift forráðamanns og kennitala ef um er að ræða þátttöku barns eða ólögráða einstaklings (Tilgreinið skyldleika/tengsl forráðamanns við þátttakanda)   

 

________________
dags.

 

 

__________________________________________

Staðfesting á að hafa kynnt ofan­greindum þátttakanda eðli og tilgang rannsóknarinnar og hann telji upplýsingarnar fullnægjandi.

 

__________________
dags.

 

Hér má sækja samþykkisyfirlýsingu fyrir börn sem PDF skjal