FRAMKVÆMD

MINNISRANNSÓKN /// Upphafssíða /// Upplýsingar vegna þátttöku /// Framkvæmd

FRAMKVÆMD MINNISKÖNNUNAR OG SPURNINGAR TENGDAR HENNI

Könnunin skiptist í tvo hluta, minnispróf og spurningalista. Hvor hluti fyrir sig tekur um 20 mín og er æskilegast að svara báðum þáttum í sömu lotu. Þannig er notandinn leiddur sjálfvirkt í gegnum báða hlutana. Skjámyndirnar að neðan sýna dæmi um hvorn hluta fyrir sig, þ.e. svokallaðan CDR-hluta og Questor-hluta:

minni-framkvaemd

Sú staða getur komið upp að nauðsynlegt reynist að endurtaka CDR hlutann, t.d. ef viðkomandi verður fyrir truflun, telur sig hafa misskilið leiðbeiningarnar eða skort eðlilega einbeitingu. Í slíkum tilfellum er best að loka vafranum og hefja könnunina á nýjan leik (fara aftur á www.rannsokn.is/minni).

Ef minnisprófinu (CDR) hlutanum er lokið og viðkomandi telur sig af einhverri ástæðu ekki geta lokið við að svara öllum spurningunum í Questor hlutanum, þá er er mögulegt að fara aftur inn í spurningarhlutann á eftirfarandi slóð: www.rannsokn.is og smella á hnappinn “Svara spurningalista”.

ATH. þetta er því einungis hægt að notandi hafi valið að GEYMA spurningarlistann. Ef það er gert þá er mögulegt að skrá sig aftur inn og ljúka svörun. Þegar smellt hefur verið á hnappinn LJÚKA KÖNNUN er búið að staðfesta að svörun sé lokið og þá er ekki lengur hægt að að skrá sig inn aftur.