Þátttaka í öllum rannsóknum felst í að undirrita samþykkisyfirlýsingu og gefa blóðsýni eða munnstroksýni. Allir þátttakendur hafa fengið kynningarefni ásamt samþykki sent. Starfsfólk er ávallt reiðubúið að veita aðstoð og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Við erum þakklát öllum sem tekið hafa þátt í rannsóknum okkar. Þær munu skila komandi kynslóðum mikilvægri þekkingu til að bæta greiningar, meðferðir og forvarnir við sjúkdómum.

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna er opin alla virka daga frá kl. 8-16.